74. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 27. maí 2020 kl. 15:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 15:10
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 15:25
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:07
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 15:00

Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 16:20-17:20. Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 16:25-16:35.

Nefndarritarar:
Bylgja Árnadóttir
Elisabeth Patriarca Kruger
Pétur Hrafn Hafstein

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerð 73. fundar var samþykkt.

2) 814. mál - tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar Kl. 15:25
Nefndin ræddi við Öglu Eir Vilhjálmsdóttur og Jón Birgi Eiríksson frá Viðskiptaráði Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 815. mál - gjaldþrotaskipti Kl. 15:01
Með vísan til 2. mgr. 3. gr. reglna um meðferð trúnaðarupplýsinga samþykkti nefndin beiðni dómsmálaráðuneytis að gætt verði trúnaðar um álitsgerð vegna 815. máls, gjaldþrotaskipti (aðgerðir gegn kennitöluflakki) með þeim hætti að hún skuli ekki birt á vef Alþingis.

Kl. 15:35
Nefndin ræddi við Guðbjörgu Þorsteinsdóttur og Pétur Stein Guðmundsson frá Deloitte. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 707. mál - barnalög Kl. 16:10
Nefndin ræddi við Rósu Dögg Flosadóttur og Svanhildi Þorbjörnsdóttur frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 708. mál - staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl. Kl. 16:35
Nefndin ræddi við Rósu Dögg Flosadóttur, Fanneyju Óskarsdóttur og Pétur U. Fenger frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 715. mál - breyting á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna Kl. 16:50
Nefndin ræddi við Sif Guðjónsdóttur frá forsætisráðuneyti, Eyvind G. Gunnarsson og Friðrik Árna Friðriksson Hirst. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) 814. mál - tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar Kl. 17:15
Nefndin ræddi við Dóru Sif Tynes og Ragnar Guðmundsson frá ADVEL lögmönnum. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Breka Karlsson frá Neytendasamtökunum sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Benedikt S. Benediktsson og Dagbjörtu Erlu Einarsdóttur fyrir hönd hagsmunahóps fasteignafélaga innan SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna

8) 643. mál - forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021--2025 Kl. 15:20
Framsögumaður málsins, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti með breytingartillögu, þar af Guðmundur Andri Thorsson og Helgi Hrafn Gunnarsson með fyrirvara.

9) Önnur mál Kl. 15:08
Hlé var gert á fundi kl. 15:08-15:20.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:50